Innlent

Öflugri margmiðlun í Þjóðminjasafn

Þjóðminjasafn Íslands og Bakkavör Group hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn styrkir safnið í þeirri viðleitni að gera Þjóðminjasafn Íslands nútímalegt með öflugri margmiðlun og tölvuveri auk annara þátta sem snúa að nýjustu straumum í sýningartækni. Bakkavör Group er matvælafyrirtæki á alþjóðavettvangi sem sérhæfir sig í framleiðslu ferskrar tilbúinnar matvöru. Jóna Ann Pétursdóttir framkvæmdastjóri kynningarmála, undirritaði samninginn fyrir hönd Bakkavör Group og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður fyrir hönd Þjóðminjasafnsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×