Loðnan fundin 25. júní 2004 00:01 "Það er langur vegur frá því að hægt sé að fullyrða nokkuð þrátt fyrir að þetta gefi okkur vissulega von," segir Hjálmar Vilhjálmsson, loðnusérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, en nokkur loðna hefur fundist fyrir norðan Hornbjarg og djúpt norður af Húnaflóa. Gullberg frá Vestmannaeyjum hafði til að mynda náð 500 tonnum í þremur köstum snemma í gær en þeir voru fyrstir á vettvang eftir ábendingu frá flugmönnum í eftirlitsflugi. Um talsvert stóra torfu virtist um að vera en ekki náðist samband við þau skip sem að veiðum voru. Þungu fargi er þannig létt af mörgum en þær raddir hafa heyrst að undanförnu að stofn loðnu gæti beinlínis verið hruninn. Hjálmar segir að of snemmt sé að segja til um hvort þarna sé um að ræða miklar breiður. "Það þarf að rannsaka hversu mikið magn þetta er en á þessari stundu skal ekki fullyrt um neitt. Þarna er vissulega um þá staði að ræða sem líklegt var að loðnan sýndi sig á og það gefur tilefni til bjartsýni en að öðru leyti er lítið um þetta að segja fyrr en við vitum meira." Rannsóknarskipið Árni Friðriksson heldur út í dag og verður stefnan tekin norður fyrir til frekari rannsókna en að auki eru sex loðnuveiðiskip sem þátt taka í loðnuleitinni. Eitt þeirra er grænlenskt en hin íslensk og fyrir hjálpina fá þau í staðinn að veiða sem nemur þremur fullförmum af loðnu en Hafrannsóknarstofnun hefur ekki opnað fyrir almennar loðnuveiðar á þessu sumri. Ekki stendur heldur til að breyta þeirri ákvörðun fyrr en meira er vitað. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir það hafa verið viðbúið að einhver loðna finndist. "Það er auðvitað gleðiefni og í takt við það sem flestir hafa haldið en það er allt á huldu enn sem komið er með magnið sem þarna er. Þetta er vonandi byrjunin á glæstri loðnuvertíð en of snemmt er að fagna fyrr en frekari niðurstöður liggja fyrir." Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
"Það er langur vegur frá því að hægt sé að fullyrða nokkuð þrátt fyrir að þetta gefi okkur vissulega von," segir Hjálmar Vilhjálmsson, loðnusérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, en nokkur loðna hefur fundist fyrir norðan Hornbjarg og djúpt norður af Húnaflóa. Gullberg frá Vestmannaeyjum hafði til að mynda náð 500 tonnum í þremur köstum snemma í gær en þeir voru fyrstir á vettvang eftir ábendingu frá flugmönnum í eftirlitsflugi. Um talsvert stóra torfu virtist um að vera en ekki náðist samband við þau skip sem að veiðum voru. Þungu fargi er þannig létt af mörgum en þær raddir hafa heyrst að undanförnu að stofn loðnu gæti beinlínis verið hruninn. Hjálmar segir að of snemmt sé að segja til um hvort þarna sé um að ræða miklar breiður. "Það þarf að rannsaka hversu mikið magn þetta er en á þessari stundu skal ekki fullyrt um neitt. Þarna er vissulega um þá staði að ræða sem líklegt var að loðnan sýndi sig á og það gefur tilefni til bjartsýni en að öðru leyti er lítið um þetta að segja fyrr en við vitum meira." Rannsóknarskipið Árni Friðriksson heldur út í dag og verður stefnan tekin norður fyrir til frekari rannsókna en að auki eru sex loðnuveiðiskip sem þátt taka í loðnuleitinni. Eitt þeirra er grænlenskt en hin íslensk og fyrir hjálpina fá þau í staðinn að veiða sem nemur þremur fullförmum af loðnu en Hafrannsóknarstofnun hefur ekki opnað fyrir almennar loðnuveiðar á þessu sumri. Ekki stendur heldur til að breyta þeirri ákvörðun fyrr en meira er vitað. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir það hafa verið viðbúið að einhver loðna finndist. "Það er auðvitað gleðiefni og í takt við það sem flestir hafa haldið en það er allt á huldu enn sem komið er með magnið sem þarna er. Þetta er vonandi byrjunin á glæstri loðnuvertíð en of snemmt er að fagna fyrr en frekari niðurstöður liggja fyrir."
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira