Ný og víðtækari Idol-stjörnuleit 24. júní 2004 08:00 Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september Idol Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september
Idol Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira