Innlent

Eruð þið ekki með eyru spyr Baldur

"Þarf ég að skutla ykkur heim? Eruð þið ekki með eyru? Ég vil ekki tala við ykkur," sagði Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi afundinn við útsendara DV þegar þeir hugðust fylgjast með honum í heimsókn í sjónvarpsþættinum 70 mínútur. Þrátt fyrir vilyrði Hrafnhildar Hafberg, kosningastjóra Baldurs, um að fá að DV fengi að fylgja honum eftir í eina klukkustund í kosningabaráttunni brást forsetaframbjóðandinn þannig hinn versti við þegar blaðamaður og ljósmyndari DV birtust. "Ég skil þetta ekki alveg en hann verður þá bara að taka þennan skell," sagði Hrafnhildur kosningastjóri afsakandi við DV. Nánar í DV fimmtudag um samskiptin við hinn hvumpna forsetaframbjóðanda og heimsókn hans í 70 mínútur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×