Feitur flottur fiskur 18. júní 2004 00:01 "Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu. Matur Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu.
Matur Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“