Innlent

Samnorrænn svifflugdagur í dag

Samnorrænn svifflugdagur var haldinn á Norðurlöndunum í dag. Hér á landi fór hann auðvitað fram á Sandskeiðinu. Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir þennan dag helgast af því að svifflugmennirnir bjóði þeim sem vilji að fljúga. Hann segir þetta gert í samstarfi við svifflugklúbbana á hinum Norðurlöndunum og þetta sé liður í kynningarstarfsemi þeirra. Kristján segir um hundrað manns vera í Svifflugfélagi Íslands og þar af séu um 50-60 sem fljúgi reglulega. Bergur G. Gíslason, sem er nítíu og sex ára gamall, sveif fyrsta svifflug á Íslandi árið 1931 og hann brá sér á loft í dag með Kristjáni þar sem sá gamli var við stjórnvölinn mest allan tímann. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×