Iðnaðarstörf flytjast úr landi 3. október 2004 00:01 Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira