Gallup gæðavottað
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti í dag IMG Gallup viðurkenningu til staðfestingar á því að fyrirtækið hefur fengið gæðavottun samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Gæðavottunin tekur til allrar starfsemi IMG Gallup en unnið hefur verið að henni síðastliðin þrjú ár.