Hættuleg fjárplógsstarfsemi 17. september 2004 00:01 Landlæknisembættið hefur lengi varað við svokölluðum "skottulækningum" sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orkunámskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir "orkuleka," aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúkdómum. Nefnd eru dæmi um að alvarlega veiku fólki hafi snarskánað eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunámskeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu námskeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane - fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. "Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki," sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu "orkulæknarnir." Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að "greina" aðra einstaklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. "Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferðar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem læknar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar "cultism" þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raunveruleikanum og altrú á einhvers konar "gúrú."" Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Landlæknisembættið hefur lengi varað við svokölluðum "skottulækningum" sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orkunámskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir "orkuleka," aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúkdómum. Nefnd eru dæmi um að alvarlega veiku fólki hafi snarskánað eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunámskeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu námskeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane - fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. "Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki," sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu "orkulæknarnir." Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að "greina" aðra einstaklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. "Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferðar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem læknar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar "cultism" þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raunveruleikanum og altrú á einhvers konar "gúrú.""
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði