Innlent

Ráðstefna um heilsuhagfræði

Alþjóðleg ráðstefna um heilsuahagfræði mun fara fram í Reykjavík dagana 20. og 21. ágúst þar sem á annað hundrað vísindamanna frá fjölda þjóða kynna nýjustu rannsóknir sínar á þessu sviði. Ráðstefnan er haldin af Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúsi í samvinnu við samtök norrænna heilsuhagfræðinga en hún er haldin árlega í einhverju Norðurlandanna.Ráðstefnan er haldin í Odda, húsnæði Viðskipta- og hagfræðideildar og Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni http://www.vidskipti.hi.is/id/1003675



Fleiri fréttir

Sjá meira


×