Bankalán keppa við Íbúðalánasjóð 23. ágúst 2004 00:01 Í gær kynnti KB banki lán sem ætluð eru viðskiptavinum bankans og bera 4,4 prósenta vexti. Bankinn seilist með þessu inn í þann hluta lána heimilanna sem hingað til hafa verið á könnu Íbúðalánasjóðs. Vextirnir eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúðalánasjóðs í síðasta lánaflokki. Með þessum lánum má búast við að samkeppni um lán til einstaklinga harðni til muna. Helena Jónsdóttir, forstöðumaður sölu- og þróunardeildar bankans segir markmiðið að bjóða viðskiptavinum betri kjör en áður hafi þekkst og verða leiðandi í fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, segir lánin frábrugðin lánum Íbúðalánasjóðs að því leyti að ekki verði sett skilyrði um að lánin séu notuð til íbúðakaupa. Lánin miðast við 80 prósent af verðmæti eignar og ekkert hámark er á lánunum. "Við erum að uppfylla loforð við sameiningu bankanna um að viðskiptavinir muni njóta stærðar bankans. Útrás bankans og velgengni erlendis gerir okkur kleift að keppa við Íbúðalánasjóð, án þess að bankinn njóti ríkisábyrgðar." Hann segir bankann munu fjármagna lánin með innlendri skuldabréfaútgáfu auk innlána. "Við vorum fyrst til að bjóða skuldabréf í íslenskum krónum á erlendum markaði sem ég tel þá aðgerð bankans sem bætt hefur lífskjör mest hér á landi," segir Hreiðar Már. Lánshlutfallið er 80 prósent á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, en 60 prósent annars staðar. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs bankans, segir lánin verða að taka mið af stöðu markaðar á hverjum stað. Lánin eru annað hvort til 25 eða 40 ára og vextir eru verðtryggðir og fastir. Viðskiptavinur sem breytir lánastokki upp á 10,5 milljónir þar sem meirihluti lána er til 25 ára, léttir greiðslubyrði sína um 34.500 á mánuði. Dæmið er ekki fyllilega samanburðarhæft, en hreinn vaxtasparnaður á ári nemur 122 þúsund krónum, hvort sem um 25 eða 40 ára lán er að ræða. KB banki telur ekki óeðlilegt að íbúðalán séu til 40 ára, enda sé endingartími húsnæðis langur. Erlendis er þekkt að húsnæðiseigendur endurfjármagni lán sín þegar skilyrði eru góð á lánamarkaði. KB banki setur skilyrði um viðskipti við bankann fyrir þessum kjörum. Aðrir geta tekið slík lán en í þeim tilvikum eru vextirnir hærri eða 5,3 prósent. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Í gær kynnti KB banki lán sem ætluð eru viðskiptavinum bankans og bera 4,4 prósenta vexti. Bankinn seilist með þessu inn í þann hluta lána heimilanna sem hingað til hafa verið á könnu Íbúðalánasjóðs. Vextirnir eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúðalánasjóðs í síðasta lánaflokki. Með þessum lánum má búast við að samkeppni um lán til einstaklinga harðni til muna. Helena Jónsdóttir, forstöðumaður sölu- og þróunardeildar bankans segir markmiðið að bjóða viðskiptavinum betri kjör en áður hafi þekkst og verða leiðandi í fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, segir lánin frábrugðin lánum Íbúðalánasjóðs að því leyti að ekki verði sett skilyrði um að lánin séu notuð til íbúðakaupa. Lánin miðast við 80 prósent af verðmæti eignar og ekkert hámark er á lánunum. "Við erum að uppfylla loforð við sameiningu bankanna um að viðskiptavinir muni njóta stærðar bankans. Útrás bankans og velgengni erlendis gerir okkur kleift að keppa við Íbúðalánasjóð, án þess að bankinn njóti ríkisábyrgðar." Hann segir bankann munu fjármagna lánin með innlendri skuldabréfaútgáfu auk innlána. "Við vorum fyrst til að bjóða skuldabréf í íslenskum krónum á erlendum markaði sem ég tel þá aðgerð bankans sem bætt hefur lífskjör mest hér á landi," segir Hreiðar Már. Lánshlutfallið er 80 prósent á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, en 60 prósent annars staðar. Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs bankans, segir lánin verða að taka mið af stöðu markaðar á hverjum stað. Lánin eru annað hvort til 25 eða 40 ára og vextir eru verðtryggðir og fastir. Viðskiptavinur sem breytir lánastokki upp á 10,5 milljónir þar sem meirihluti lána er til 25 ára, léttir greiðslubyrði sína um 34.500 á mánuði. Dæmið er ekki fyllilega samanburðarhæft, en hreinn vaxtasparnaður á ári nemur 122 þúsund krónum, hvort sem um 25 eða 40 ára lán er að ræða. KB banki telur ekki óeðlilegt að íbúðalán séu til 40 ára, enda sé endingartími húsnæðis langur. Erlendis er þekkt að húsnæðiseigendur endurfjármagni lán sín þegar skilyrði eru góð á lánamarkaði. KB banki setur skilyrði um viðskipti við bankann fyrir þessum kjörum. Aðrir geta tekið slík lán en í þeim tilvikum eru vextirnir hærri eða 5,3 prósent.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira