Innlent

Hjólandi innbrotsþjófur á ferð

Maður var handtekinn skömmu eftir miðnætti í nótt eftir að hafa brotist inn í sjö bíla í og við miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn fór um á hjóli við iðju sína, en það var árvökull vegfarandi sem tilkynnti um brot hans. Maðurinn gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður eftir hádegi. Fram eftir morgni hefur verið tilkynnt um rúðubrot og skemmdir á bílum á athafnasvæði mannsins, en ekki er enn vitað hvot hann ber ábyrgð á því. Annars var tiltölulega rólegt hjá lögreglu um mest allt land, þó voru ívið fleiri teknir fyrir ölvun við akstur í Hafnarfirði en venjulega, eða fjórir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×