Yoko vill friðarsúlu í Reykjavík 5. október 2004 00:01 Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, hefur áhuga á að setja upp friðarsúlu í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina. Hugmynd Yoko Ono gengur út á að reisa friðarsúlu þaðan sem ljós á að streyma frá og boða þjóðum heims frið. Friðarsúluna á að fylla með óskum fólks sem það hefur skrifað niður og hengt á óskatréð, sem er listaverk sem sýnt hefur verið víða um heim. Yoko Ono hefur safnað þessum óskum saman til að gera þær að hluta af friðarbón sinni sem friðarsúlunni er ætlað að vera. Utan á friðarsúluna á að rita tvær ljóðlínur, aðra eftir John Lennon og hina eftir Yoko Ono. Í fréttatilkynningu sem Listasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að Yoko vilji reisa þessa friðarsúlu á Íslandi. Landið sé á toppi heimsins og brú á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu. Því geti friðaróskirnar streymt héðan frá höfuðborg landsins til alls heimsins. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmynd Yoko Ono hafi verið kynnt borgaryfirvöldum og að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, hafi tekið vel í hana. Enn eigi þó eftir að finna súlunni stað en samkvæmt hugmyndum Yoko verður hún nokkurra metra há. Þá hefur ekki enn verið útkljáð hver muni bera kostnað af smíði súlunnar. Verði þessari hugmynd hleypt í framkvæmd verður súlan sett upp á næsta ári. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, hefur áhuga á að setja upp friðarsúlu í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa tekið vel í hugmyndina. Hugmynd Yoko Ono gengur út á að reisa friðarsúlu þaðan sem ljós á að streyma frá og boða þjóðum heims frið. Friðarsúluna á að fylla með óskum fólks sem það hefur skrifað niður og hengt á óskatréð, sem er listaverk sem sýnt hefur verið víða um heim. Yoko Ono hefur safnað þessum óskum saman til að gera þær að hluta af friðarbón sinni sem friðarsúlunni er ætlað að vera. Utan á friðarsúluna á að rita tvær ljóðlínur, aðra eftir John Lennon og hina eftir Yoko Ono. Í fréttatilkynningu sem Listasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að Yoko vilji reisa þessa friðarsúlu á Íslandi. Landið sé á toppi heimsins og brú á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu. Því geti friðaróskirnar streymt héðan frá höfuðborg landsins til alls heimsins. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmynd Yoko Ono hafi verið kynnt borgaryfirvöldum og að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, hafi tekið vel í hana. Enn eigi þó eftir að finna súlunni stað en samkvæmt hugmyndum Yoko verður hún nokkurra metra há. Þá hefur ekki enn verið útkljáð hver muni bera kostnað af smíði súlunnar. Verði þessari hugmynd hleypt í framkvæmd verður súlan sett upp á næsta ári.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira