Innlent

Réttar skýrslur hagur veiðimanna

;Á síðasta ári skiluðu nokkrir veiðimenn inn vitlausum veiðiskýrslum til hefna sín og lýsa reiði sinni á rjúpnaveiðibanninu," segir Arnór Þórir Sigfússon, hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem er bæði fuglafræðingur og skotveiðimaður. Hann hvetur veiðimenn til skila inn réttum skýrslum, það sé þeim í hag að upplýsingarnar séu sem réttastar. Arnór segir að samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hafi verið skilað talsvert af skýrslum sem augljóslega séu rangar. Þá hafi margir ekki skilað inn veiðiskýrslum þar sem þeir hafi ekki endurnýjað veiðikortið sitt út af rjúpnaveiðibanninu en ekki er hægt að endurnýja veiðikort fyrr en skýrslu frá árinu áður hefur verið skilað inn. Arnór gerði könnun til að kanna áreiðanleika veiðikortanna, í samstarfi við Umhverfisstofnun veturinn 2000 til 2001. Niðurstaða könnunarinnar sýndi að veiðikortakerfið væri mjög gott og upplýsingarnar sem það veitti væru nærri lagi en til þess að svo sé þurfa skýrslurnar að vera réttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×