Innlent

Heilsuskóli Sjóvá og Íslandsbanka

Íslandsbanki og Sjóvá - Almennar hafa skipulagt skólahald fyrir börn starfsmanna, komi til verkfalls grunnskólakennara, sem hefjast á eftir viku og fáir virðast hafa trú á að hægt verði að afstýra. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði nú síðdegis að enn væri það bil á milli aðila að menn eigðu ekki í augsýn niðurstöðu. Íslandsbanki og Sjóvá Almennar hafa því gripið til þess ráðs að skipuleggja sinn eigin skóla. Starfsmönnum þeirra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að koma með börn sín félagsheimili Þróttar í Laugardal á skólatíma meðan á verkfalli stendur. Vilborg Lofts, starfsmannastjóri Íslandsbanka segir verkfallið ekki bara koma niður á börnum landsins og því hafi verið ákveðið að setja af stað sérstaka dagskrá fyrir börn starfsmanna, til að koma til móts við starfsmenn. Skólinn er kallaður heilsuskólinn og hefur sjúkraþjálfari verið ráðinn til að annast kennsluna. Vilborg segir að áhersla verði lögð á leiki, hreyfingu og list í skólanum, sem hafi verið afskaplega vel tekið af foreldrum. Hún segir 40 börn þegar hafa verið skráð í skólann, sem hún telur ekki koma inn á verksvið kennara og þeir ættu því ekki að bregðast illa við honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×