Innlent

Veggfóðrað með peningum

Nýstárlegt veggfóður prýðir útvegg Þingholtstrætis 3. Á því eru fimm hundruð tuttugu og átta myndir af Benedikti Sveinssyni á alvöru þúsund króna seðlum. Það eru forsvarsmenn fasteignafélagsins Eikar sem vilja með þessu vekja athygli á sér og telja frumlegri leið en að kaupa auglýsingar í fjölmiðlum. Peningarnir verða vaktaðir þangað til annað kvöld þegar þeir verða plokkaðir af skiltunum. Þá mun þessi rúma hálfa milljón króna sem þarna hangir verða gefin til góðgerðamála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×