Innlent

9 kílómetra vegur við Sandgerði

Vegagerðin ætlar að leggja níu kílómetra langan veg milli Garðskagavegar og Hafnarvegar. Garðskagavegur endar nú við Stafnes um átta kílómetrum sunnan við Sandgerði. Alls þarf Vegagerðin ekki að leggja nema fimm komma fimm kílómetra vegaspotta því alls nýtast þrír komma átta kílómetrar af vegi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sem liggur um svæðið. Kostnaður við verkið er níutíu milljónir en Skipulagsstofnun hefur kveðið á um að verkið þurfi ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum. Tilgangur framkvæmdarinnar er einkum að skapa tengingu milli Sandgerðis og Hafna og stytta leiðir milli atvinnusvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×