Innlent

Ísjaki á leið til Parísar

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ístaks og skipafélagsins Samskipa hafa í morgun unnið að því að ná tuttugu tonna ísjaka upp úr Jökulsárlóni, sem bera á hróður Íslands langt út fyrir landsteinana, að sögn Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanns Ari segir að jakinn verði fluttur í sundahöfn og settur þar í frystigám, þaðan sem farið verði með hann til Rotterdam og loks til Parísar, þar sem hann verður hífður á sinn stað þar sem vísindasýningin sjálf verður. Ari segir ljóst að ísjakinn muni verkja mikla athygli, enda hafi þetta aldrei verið gert áður. Hann segir menningardagana í Párís standa í 3 vikur og alls verði um 40 viðburðir í boði, sem styrkir séu af 14 styrktaraðilum auk íslenska og franska ríkisins. Hann segir hluta af dögunum vera sýningu í einni af stærstu sýningarhöllunum í París, þar sem kynntar verði jarðhita-, erfðafræði-, eldfjalla-, vetnis- og hafrannsóknir frá Íslandi. Meðal viðstaddra við ístökuna í morgun voru innlendir og erlendir fréttamenn, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sigríður Snævar, sendiherra Íslands í Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×