Innlent

Listamannaþing á Eiðum

Listamannaþingi lauk á Eiðum í dag. Tugur innlendra og erlendra listamanna sótti þingið. Sigurjón Sighvatsson, einn eigenda Eiða, segir starfsemina þar hafa verið mjög jákvæða. Á þriðja tug gesta sóttu Listamannaþing Eiða sem staðið hefur í fjóra daga. Þeirra á meðal voru Ólafur Elíasson, Þorvaldur Þorsteinsson, Björn Roth, Dagur Kári Pétursson auk þess sem nokkrir erlendir listamenn sátu þingið. Sigurjón Sighvatsson, segir framtíð staðarins bjarta, en þinginu er meðal annars ætlað að móta starfsemi menningar- og listaseturs á Eiðum til framtíðar. Hann segir áframhald verða á listnámskeiðum fyrir börn eins og haldin voru í sumar. Þá verði starfi við útilistagarðinn haldið áfram og bætt við verkum. Enn fremur verður lögð rík áhersla á samkomur og námskeiðahald í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×