Misskildi stjórnin kjarasamninga? 14. október 2004 00:01 Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira