Lífið

Brennisóley

Brennisóley er eitt algengasta blóm á Íslandi og er vorboði því hún blómgast í maí. Skepnur forðast brennisóley á sumrin vegna beisks bragðs í ferskum blöðum og blómum. Við þurrkun hverfur samt óbragðið og því spillir hún ekki töðu að neinu ráði. Blómin eru eitruð og voru áður notuð til að brenna burt vörtur. Tún sem hætt er að bera á, svo sem kringum eyðibýli, eru mörg hver alsett sóleyjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×