Innlent

Orkan lægst á Akureyri

Í nýlegri verðkönnun Neytendasamtakanna á eldsneytisverði á Akureyri kemur fram að bensínverðið er lægst hjá Orkunni, þar sem líterinn af 95 oktana bensíni kostar 105,5 krónur. Orkan selur hins vegar líterinn á 103,7 krónur í Hafnafirði og 102,7 krónur í Hveragerði. Á Akureyri er líterinn dýrastur á stöðvum Esso og Skeljungs, eða 107,1 króna og hjá Olís kostar líterinn 106,5 krónur. Í öllum tilfellum er um sjálfsafgreiðsluverð að ræða. Verðmunur á bensíni á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu er ekki eins mikill og hann var í júní þegar gerð var könnun á bensínverði í öllum landshlutum. Þá var lægsta verðið í Hafnarfirði og Kópavogi 99,7 krónur og hæsta verð á landsbyggðinni 108,9 krónur og var munurinn 8,5%. Í dag er lægsta verð á Höfuðborgarsvæðinu 103,7 krónur en hæsta verð á landsbyggðinni 109,5 krónur, þannig að munurinn á bensínlítranum er í dag 5,3%



Fleiri fréttir

Sjá meira


×