Innlent

Kindur í sjálfheldu

Bjarnfirðingar á Ströndum kölluðu í gær eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á Drangsnesi til að aðstoða sig við að bjarga kindum, sem lent höfðu í sjálfheldu vegna mikilla vatnavaxta í Bjarnarfjarðará. Voru kindurnar orðnar um flotnar og óttast var að áin græfi undan þeim. Björgunin gekk vel. Strandavegur er lokaður norðan Bjarnafjarðar vegna aurskriðu og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er enn lokaður eftir mikil skriðuföll þar í fyrrinótt. Þrátt fyrir miklar lagfæringar vegageraðrmanna á honum í gær, er hann varasamur og skriðuhætta var ekki útilokuð í nótt. Engar frengir hafa hinsvegar borist af því, enda var úrkoma fyrir norðan mun minni í nótt en í fyrrinótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×