Samruninn úti 25. október 2004 00:01 Samruni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH og Sölusambands íslenskra fiskframleliðenda, SÍF er endanlega úr sögunni eftir að SÍF ákvað um helgina að kaupa stórt franskt matvælafyrirtæki og selja um leið rúmlega 22% hlut sinn í SH. Í ársbyrjun í fyrra var það vilji bæði Landsbankans og Íslandsbanka að félögin yrðu sameinuð, en ekki náðist samkomulag um mat á fyrirtækjunum við þann samruna og heldur ekki þegar láitð var á það reyna síðar á árinu. SÍF hafði á meðan eignast rúmlega 23 prósenta hlut í SH, sem félagið ætlar nú að selja, en fyrir hádegi lá ekki fyrir hver kaupandinn yrði. SÍF hefur ákveðið að kaupa franska matvælafyrirtækið Laberí fyrir 29 milljarða króna, sem er þrefalt andvirði móðurfélagsins SÍF. Þá ætlar SÍF að selja Iceland seafood í Bandaríkjunum, sem upphaflega var Sjávarafurðadeild Sambandsins og hét síðan Íslenskar sjávarafurðir, eða þar til fyrirtækið var sameinað SÍF. Þar með hættir SÍF allri starfssemi sinni í Bandaríkjunum en fyrirtækið Sjóvík kaupir Iceland Seafood fyrir 4,8 milljarða króna. Það er 12 áraa gamalt íslenskt fyrirtæki sem rekur fimm fiksiðjuver í Asíu og eitt í bandaríkjunum, sem það fékk í kaupunum. Þá gerir sjóvík út þrjá línubáta frá Rússlandi og á tíu þúsund tonna kvóta þar. Aðaleigandi Sjóvíkur er Sund hf, sem er í eigu ekkju Óla í Olís og afkomenda hans. Útrás SÍF á Frakklandsmarkað þar sem fiskur er ekki lengur aðalatriðið, minnir nokkuð á fyrri útrás Bakkavarar á Bretlandsmarkaði. En annars er það að frétta af Bakkavör að fjármálasérfræðingar telja æ sterkari líkur á að Bakkavör geri yfirtökutilboð í matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi , sem er mjög stórt á sínu sviði. Bakkavör á nú þegar 20 prósent í félaginu og hefur að undanförnu verið að safna auknu hlutafé og gera aðrar ráðstafanir sem talið er að tengist yfirtökunni beint. Fréttir Innlent Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Samruni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH og Sölusambands íslenskra fiskframleliðenda, SÍF er endanlega úr sögunni eftir að SÍF ákvað um helgina að kaupa stórt franskt matvælafyrirtæki og selja um leið rúmlega 22% hlut sinn í SH. Í ársbyrjun í fyrra var það vilji bæði Landsbankans og Íslandsbanka að félögin yrðu sameinuð, en ekki náðist samkomulag um mat á fyrirtækjunum við þann samruna og heldur ekki þegar láitð var á það reyna síðar á árinu. SÍF hafði á meðan eignast rúmlega 23 prósenta hlut í SH, sem félagið ætlar nú að selja, en fyrir hádegi lá ekki fyrir hver kaupandinn yrði. SÍF hefur ákveðið að kaupa franska matvælafyrirtækið Laberí fyrir 29 milljarða króna, sem er þrefalt andvirði móðurfélagsins SÍF. Þá ætlar SÍF að selja Iceland seafood í Bandaríkjunum, sem upphaflega var Sjávarafurðadeild Sambandsins og hét síðan Íslenskar sjávarafurðir, eða þar til fyrirtækið var sameinað SÍF. Þar með hættir SÍF allri starfssemi sinni í Bandaríkjunum en fyrirtækið Sjóvík kaupir Iceland Seafood fyrir 4,8 milljarða króna. Það er 12 áraa gamalt íslenskt fyrirtæki sem rekur fimm fiksiðjuver í Asíu og eitt í bandaríkjunum, sem það fékk í kaupunum. Þá gerir sjóvík út þrjá línubáta frá Rússlandi og á tíu þúsund tonna kvóta þar. Aðaleigandi Sjóvíkur er Sund hf, sem er í eigu ekkju Óla í Olís og afkomenda hans. Útrás SÍF á Frakklandsmarkað þar sem fiskur er ekki lengur aðalatriðið, minnir nokkuð á fyrri útrás Bakkavarar á Bretlandsmarkaði. En annars er það að frétta af Bakkavör að fjármálasérfræðingar telja æ sterkari líkur á að Bakkavör geri yfirtökutilboð í matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi , sem er mjög stórt á sínu sviði. Bakkavör á nú þegar 20 prósent í félaginu og hefur að undanförnu verið að safna auknu hlutafé og gera aðrar ráðstafanir sem talið er að tengist yfirtökunni beint.
Fréttir Innlent Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira