Innlent

Helmingslækkun matarskattar

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að svokallaður matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. "Með þessu myndi matarreikningur íslenskra heimila verða lækkaður um 5 milljarða króna.  Össur Skarphéðinsson segir að slík skattalækkun komi öllum þegnum landsins vel. "Hún kemur þeim hins vegar langbest sem hafa úr minnstu að spila og fjölskyldufólki." Lækkunin tæki til nauðþyrfta, aðallega matvæla samkvæmt frumvarpinu. Sjálfstæðismenn lögðu til sömu lækkun matarskattar fyrir síðustu kosningar en í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar segir eingöngu að virðisaukaskattur skuli tekinn til endurskoðunar. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði á dögunum þegar hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlaði að ágreiningur væri um málið á milli stjórnarflokkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×