Innlent

Dýrkeypt fyrir þjóðina

Fjöldatakmarkanir í Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri munu reynast íslensku þjóðinni dýrkeyptar þar sem hundruð einstaklinga er gert ókleift að stunda æðri menntun, að því er þingflokkur Samfylkingarinnar heldur fram. Þingflokkurinn skorar á stjórnvöld að tryggja skólunum það fjármagn sem nægir til að allir fái þar tækifæri án takmarkana. Segir í tilkynningu frá Samfylkingunni að stjórnvöld hafi svelt opinbera háskóla og þess vegna standi þeir frammi fyrir afarkostum sem séu annaðhvort að fá heimild til innheimtu skólagjalda eða að taka upp fjöldatakmarkanir. Fjöldi nemenda með stúdentspróf af verknámsbrautum eða með sambærilega menntun og reynslu fái sem dæmi ekki inni í Háskóla Íslands í ár og sé það grundvallarbreyting frá því sem tíðkast hefur. Skaði þjóðfélagsins af slíku sé mikill og vinni beint gegn markmiðum um hærra menntunarstig þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×