Fæ ferskt loft í lungun 9. ágúst 2004 00:01 "Ég hjóla mjög mikið. Ég hjóla alltaf í vinnuna þó að ég eigi bíl. Ég bara kýs að hjóla og mér finnst það mjög þægilegt. Þetta er góð hreyfing og ég fæ ferskt loft í lungun. Ég finn mikinn mun á mér síðan ég byrjaði að hjóla og er kominn með mjög gott þol," segir Steinarr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar Kung Fu. Steinarr fór alltaf reglulega í líkamsrækt en er hættur því núna þar sem vinnan og hjólreiðarnar eru alveg nóg til að halda líkamanum í toppformi. "Ég vinn við fiskilöndun. Þegar maður vinnur þannig vinnu þá þarf maður ekki að fara í líkamsrækt. Eftir vinnudaginn er ekkert eftir af orkunni til að fara í líkamsrækt og því hætti ég því. Vinnan sjálf er þvílík líkamsrækt og ég svitna mikið. Ég fæ góða vöðva og er frekar stæltur. Þetta er líkamsrækt sem ég fæ borgað fyrir," segir Steinarr og margir væru eflaust fegnir því að vera í þannig vinnu. "Ég reyni að borða reglulega en ég er svolítið fastur í skyndibitamenningunni hér á Íslandi. Ég er reyndar með prógramm áður en ég spila á tónleikum þar sem ég reyni að borða eitthvað létt og laggott eins og kjúklingasalat. Ef ég borða eitthvað feitt er ég hreinlega eins og akkeri á sviðinu," segir Steinarr en Kung Fu er í banastuði um þessar mundir. "Við erum að spila úti um allt og klára gott sumar eins og er. Lagið okkar Stjörnuhrap er búið að gera góða hluti og við höfum verið að fylgja því eftir. Við erum að taka upp nýtt lag núna en vinnutitillinn á því er Þú. Svo erum við að skoða plötu fyrir jólin en það verður allt að koma í ljós." Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hjóla mjög mikið. Ég hjóla alltaf í vinnuna þó að ég eigi bíl. Ég bara kýs að hjóla og mér finnst það mjög þægilegt. Þetta er góð hreyfing og ég fæ ferskt loft í lungun. Ég finn mikinn mun á mér síðan ég byrjaði að hjóla og er kominn með mjög gott þol," segir Steinarr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar Kung Fu. Steinarr fór alltaf reglulega í líkamsrækt en er hættur því núna þar sem vinnan og hjólreiðarnar eru alveg nóg til að halda líkamanum í toppformi. "Ég vinn við fiskilöndun. Þegar maður vinnur þannig vinnu þá þarf maður ekki að fara í líkamsrækt. Eftir vinnudaginn er ekkert eftir af orkunni til að fara í líkamsrækt og því hætti ég því. Vinnan sjálf er þvílík líkamsrækt og ég svitna mikið. Ég fæ góða vöðva og er frekar stæltur. Þetta er líkamsrækt sem ég fæ borgað fyrir," segir Steinarr og margir væru eflaust fegnir því að vera í þannig vinnu. "Ég reyni að borða reglulega en ég er svolítið fastur í skyndibitamenningunni hér á Íslandi. Ég er reyndar með prógramm áður en ég spila á tónleikum þar sem ég reyni að borða eitthvað létt og laggott eins og kjúklingasalat. Ef ég borða eitthvað feitt er ég hreinlega eins og akkeri á sviðinu," segir Steinarr en Kung Fu er í banastuði um þessar mundir. "Við erum að spila úti um allt og klára gott sumar eins og er. Lagið okkar Stjörnuhrap er búið að gera góða hluti og við höfum verið að fylgja því eftir. Við erum að taka upp nýtt lag núna en vinnutitillinn á því er Þú. Svo erum við að skoða plötu fyrir jólin en það verður allt að koma í ljós."
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira