Stígvélaði bæjarstjórinn 23. september 2004 00:01 "Veðrið hér í Ólafsfirði er orðið býsna gott. Nú er varnarbaráttan búin og við getum farið að lagfæra það sem skemmdist," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Mikil úrkoma var á Norðurlandi í vikunni og fóru Ólafsfirðingar ekki varhluta af því. Vegurinn til Dalvíkur fór í sundur á átta stöðum vegna skriðufalla og tuttugu hús í bænum urðu fyrir tjóni af völdum flóða. Í mörg horn hefur verið að líta fyrir Stefaníu, rétt eins og aðra bæjarbúa sem hafa verið önnum kafnir við að verja eigur sínar. Þjóðvegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur var opnaður að nýju á miðvikudaginn. Stefanía fór strax á vettvang og ræddi við vegagerðarmenn en auðheyrt er á henni að aðstæður á þessum bráðabirgðavegi eru nokkuð hrikalegar. "Það var farið að rökkva þegar ég sneri heim um sjöleytið og ég reyndi að líta ekki niður heldur horfði jöfnum höndum á fjallið og veginn." Vatnsveðrið sem gekk yfir bæinn á þriðjudag og miðvikudag er að líkindum það mesta sem orðið hefur síðan snemma hausts 1988 en þá varð tugmilljóna tjón vegna skriðufalla í bænum. Hús og bifreiðar urðu fyrir aurskriðunum en engin meiðsl urðu á fólki. Í kjölfarið voru skurðir grafnir í fjallinu fyrir ofan bæinn sem eiga að taka við slíkum skriðum. Stefanía segir að þessar ráðstafanir hafi haft mikið að segja í veðrinu í vikunni og bæjarbúar hafi andað rólegar fyrir vikið. Enn er verið að meta tjónið en ljóst er að það er talsvert. Auk húsanna tuttugu sem vatn flæddi inn í þá skemmdust kaldavatnslagnir þannig að vatnsþrýstingur er lágur í nokkrum húsum í bænum. Hins vegar tókst að bjarga heitavatnslögnum enda þótt jarðvegur í kringum þær hefði nánast allur skolast í burtu. Stefanía er rétt farin að blása úr nös eftir hamaganginn enda hefur verið í nógu að snúast. "Það var ekki fyrr en í fyrrakvöld að ég gat sest niður og tekið saman öll mín gögn frá síðustu dögum. Þá var ég búin að vera í vinnunni síðan á þriðjudagsmorguninn, ef frá er talinn smá lúr sem ég fékk yfir blánóttina. Minnislisti sem ég var búin að gera fyrir verkefni þessarar viku stendur ennþá nánast óhreyfður." Regngallinn og gúmmístígvélin hafa komið í góðar þarfir. "Ég hef reynt að fara á þá staði þar sem við höfðum fengið boð um að eitthvað væri að gerast. Ég skoðaði til dæmis kjallara hjá fólki og fór með lögreglu og almannavarnanefnd á þá staði þar sem leit út fyrir að vá væri fyrir höndum." Hús Stefaníu var hins vegar aldrei í neinni hættu. Ólafsfirðingar hafa ekki látið þessi óþægindi mikið á sig fá, að minnsta kosti er bæjarstjórinn brattur. "Auðvitað er dálítið ógnvænlegt að horfa á þetta vatnsflóð sem hér myndaðist. Menn hafa mjög óþægilegar minningar frá 1988 en hér er alls enginn barlómur." Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
"Veðrið hér í Ólafsfirði er orðið býsna gott. Nú er varnarbaráttan búin og við getum farið að lagfæra það sem skemmdist," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Mikil úrkoma var á Norðurlandi í vikunni og fóru Ólafsfirðingar ekki varhluta af því. Vegurinn til Dalvíkur fór í sundur á átta stöðum vegna skriðufalla og tuttugu hús í bænum urðu fyrir tjóni af völdum flóða. Í mörg horn hefur verið að líta fyrir Stefaníu, rétt eins og aðra bæjarbúa sem hafa verið önnum kafnir við að verja eigur sínar. Þjóðvegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur var opnaður að nýju á miðvikudaginn. Stefanía fór strax á vettvang og ræddi við vegagerðarmenn en auðheyrt er á henni að aðstæður á þessum bráðabirgðavegi eru nokkuð hrikalegar. "Það var farið að rökkva þegar ég sneri heim um sjöleytið og ég reyndi að líta ekki niður heldur horfði jöfnum höndum á fjallið og veginn." Vatnsveðrið sem gekk yfir bæinn á þriðjudag og miðvikudag er að líkindum það mesta sem orðið hefur síðan snemma hausts 1988 en þá varð tugmilljóna tjón vegna skriðufalla í bænum. Hús og bifreiðar urðu fyrir aurskriðunum en engin meiðsl urðu á fólki. Í kjölfarið voru skurðir grafnir í fjallinu fyrir ofan bæinn sem eiga að taka við slíkum skriðum. Stefanía segir að þessar ráðstafanir hafi haft mikið að segja í veðrinu í vikunni og bæjarbúar hafi andað rólegar fyrir vikið. Enn er verið að meta tjónið en ljóst er að það er talsvert. Auk húsanna tuttugu sem vatn flæddi inn í þá skemmdust kaldavatnslagnir þannig að vatnsþrýstingur er lágur í nokkrum húsum í bænum. Hins vegar tókst að bjarga heitavatnslögnum enda þótt jarðvegur í kringum þær hefði nánast allur skolast í burtu. Stefanía er rétt farin að blása úr nös eftir hamaganginn enda hefur verið í nógu að snúast. "Það var ekki fyrr en í fyrrakvöld að ég gat sest niður og tekið saman öll mín gögn frá síðustu dögum. Þá var ég búin að vera í vinnunni síðan á þriðjudagsmorguninn, ef frá er talinn smá lúr sem ég fékk yfir blánóttina. Minnislisti sem ég var búin að gera fyrir verkefni þessarar viku stendur ennþá nánast óhreyfður." Regngallinn og gúmmístígvélin hafa komið í góðar þarfir. "Ég hef reynt að fara á þá staði þar sem við höfðum fengið boð um að eitthvað væri að gerast. Ég skoðaði til dæmis kjallara hjá fólki og fór með lögreglu og almannavarnanefnd á þá staði þar sem leit út fyrir að vá væri fyrir höndum." Hús Stefaníu var hins vegar aldrei í neinni hættu. Ólafsfirðingar hafa ekki látið þessi óþægindi mikið á sig fá, að minnsta kosti er bæjarstjórinn brattur. "Auðvitað er dálítið ógnvænlegt að horfa á þetta vatnsflóð sem hér myndaðist. Menn hafa mjög óþægilegar minningar frá 1988 en hér er alls enginn barlómur."
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira