Stígvélaði bæjarstjórinn 23. september 2004 00:01 "Veðrið hér í Ólafsfirði er orðið býsna gott. Nú er varnarbaráttan búin og við getum farið að lagfæra það sem skemmdist," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Mikil úrkoma var á Norðurlandi í vikunni og fóru Ólafsfirðingar ekki varhluta af því. Vegurinn til Dalvíkur fór í sundur á átta stöðum vegna skriðufalla og tuttugu hús í bænum urðu fyrir tjóni af völdum flóða. Í mörg horn hefur verið að líta fyrir Stefaníu, rétt eins og aðra bæjarbúa sem hafa verið önnum kafnir við að verja eigur sínar. Þjóðvegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur var opnaður að nýju á miðvikudaginn. Stefanía fór strax á vettvang og ræddi við vegagerðarmenn en auðheyrt er á henni að aðstæður á þessum bráðabirgðavegi eru nokkuð hrikalegar. "Það var farið að rökkva þegar ég sneri heim um sjöleytið og ég reyndi að líta ekki niður heldur horfði jöfnum höndum á fjallið og veginn." Vatnsveðrið sem gekk yfir bæinn á þriðjudag og miðvikudag er að líkindum það mesta sem orðið hefur síðan snemma hausts 1988 en þá varð tugmilljóna tjón vegna skriðufalla í bænum. Hús og bifreiðar urðu fyrir aurskriðunum en engin meiðsl urðu á fólki. Í kjölfarið voru skurðir grafnir í fjallinu fyrir ofan bæinn sem eiga að taka við slíkum skriðum. Stefanía segir að þessar ráðstafanir hafi haft mikið að segja í veðrinu í vikunni og bæjarbúar hafi andað rólegar fyrir vikið. Enn er verið að meta tjónið en ljóst er að það er talsvert. Auk húsanna tuttugu sem vatn flæddi inn í þá skemmdust kaldavatnslagnir þannig að vatnsþrýstingur er lágur í nokkrum húsum í bænum. Hins vegar tókst að bjarga heitavatnslögnum enda þótt jarðvegur í kringum þær hefði nánast allur skolast í burtu. Stefanía er rétt farin að blása úr nös eftir hamaganginn enda hefur verið í nógu að snúast. "Það var ekki fyrr en í fyrrakvöld að ég gat sest niður og tekið saman öll mín gögn frá síðustu dögum. Þá var ég búin að vera í vinnunni síðan á þriðjudagsmorguninn, ef frá er talinn smá lúr sem ég fékk yfir blánóttina. Minnislisti sem ég var búin að gera fyrir verkefni þessarar viku stendur ennþá nánast óhreyfður." Regngallinn og gúmmístígvélin hafa komið í góðar þarfir. "Ég hef reynt að fara á þá staði þar sem við höfðum fengið boð um að eitthvað væri að gerast. Ég skoðaði til dæmis kjallara hjá fólki og fór með lögreglu og almannavarnanefnd á þá staði þar sem leit út fyrir að vá væri fyrir höndum." Hús Stefaníu var hins vegar aldrei í neinni hættu. Ólafsfirðingar hafa ekki látið þessi óþægindi mikið á sig fá, að minnsta kosti er bæjarstjórinn brattur. "Auðvitað er dálítið ógnvænlegt að horfa á þetta vatnsflóð sem hér myndaðist. Menn hafa mjög óþægilegar minningar frá 1988 en hér er alls enginn barlómur." Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
"Veðrið hér í Ólafsfirði er orðið býsna gott. Nú er varnarbaráttan búin og við getum farið að lagfæra það sem skemmdist," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Mikil úrkoma var á Norðurlandi í vikunni og fóru Ólafsfirðingar ekki varhluta af því. Vegurinn til Dalvíkur fór í sundur á átta stöðum vegna skriðufalla og tuttugu hús í bænum urðu fyrir tjóni af völdum flóða. Í mörg horn hefur verið að líta fyrir Stefaníu, rétt eins og aðra bæjarbúa sem hafa verið önnum kafnir við að verja eigur sínar. Þjóðvegurinn á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur var opnaður að nýju á miðvikudaginn. Stefanía fór strax á vettvang og ræddi við vegagerðarmenn en auðheyrt er á henni að aðstæður á þessum bráðabirgðavegi eru nokkuð hrikalegar. "Það var farið að rökkva þegar ég sneri heim um sjöleytið og ég reyndi að líta ekki niður heldur horfði jöfnum höndum á fjallið og veginn." Vatnsveðrið sem gekk yfir bæinn á þriðjudag og miðvikudag er að líkindum það mesta sem orðið hefur síðan snemma hausts 1988 en þá varð tugmilljóna tjón vegna skriðufalla í bænum. Hús og bifreiðar urðu fyrir aurskriðunum en engin meiðsl urðu á fólki. Í kjölfarið voru skurðir grafnir í fjallinu fyrir ofan bæinn sem eiga að taka við slíkum skriðum. Stefanía segir að þessar ráðstafanir hafi haft mikið að segja í veðrinu í vikunni og bæjarbúar hafi andað rólegar fyrir vikið. Enn er verið að meta tjónið en ljóst er að það er talsvert. Auk húsanna tuttugu sem vatn flæddi inn í þá skemmdust kaldavatnslagnir þannig að vatnsþrýstingur er lágur í nokkrum húsum í bænum. Hins vegar tókst að bjarga heitavatnslögnum enda þótt jarðvegur í kringum þær hefði nánast allur skolast í burtu. Stefanía er rétt farin að blása úr nös eftir hamaganginn enda hefur verið í nógu að snúast. "Það var ekki fyrr en í fyrrakvöld að ég gat sest niður og tekið saman öll mín gögn frá síðustu dögum. Þá var ég búin að vera í vinnunni síðan á þriðjudagsmorguninn, ef frá er talinn smá lúr sem ég fékk yfir blánóttina. Minnislisti sem ég var búin að gera fyrir verkefni þessarar viku stendur ennþá nánast óhreyfður." Regngallinn og gúmmístígvélin hafa komið í góðar þarfir. "Ég hef reynt að fara á þá staði þar sem við höfðum fengið boð um að eitthvað væri að gerast. Ég skoðaði til dæmis kjallara hjá fólki og fór með lögreglu og almannavarnanefnd á þá staði þar sem leit út fyrir að vá væri fyrir höndum." Hús Stefaníu var hins vegar aldrei í neinni hættu. Ólafsfirðingar hafa ekki látið þessi óþægindi mikið á sig fá, að minnsta kosti er bæjarstjórinn brattur. "Auðvitað er dálítið ógnvænlegt að horfa á þetta vatnsflóð sem hér myndaðist. Menn hafa mjög óþægilegar minningar frá 1988 en hér er alls enginn barlómur."
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira