Innlent

Ríkið hætti verslunarrekstrinum

Ríkið á að draga sig úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og einnig að hætta sölu tollfrjálsra vara til komufarþega til landsins.. Þessar kröfur setja Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fram í yfirlýsingu sem birt var í dag. Kröfur SVÞ eru ekki nýjar af nálinni en að sögn samtakanna er ástæða til að skerpa á þeim nú vegna endurskipulagningar verslunarmála í flugstöðinni. Jafnframt er minnt á að nær allir stjórnmálaflokkar boðuðu fyrir síðustu Alþingiskosningar að ríkið ætti dragi sig úr þessum rekstri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×