Innlent

Ferðum Herjólfs fækkað

Bæjarstjórn Vestmannaeyja á í viðræðum við Vegagerðina og Samskip um ferðatíðni Herjólfs þar sem ferðum hans verður fækkað úr ellefu í átta á viku nú um mánaðamótin. Á sama tíma hættir Eimskip strandsiglingum en Mánafoss hefur komið við í Eyjum vikulega. Bæjarstjórn þykir ljóst að flutningar muni þá aukast með Herjólfi og að það eigi að geta skotið stoðum undir það að skipið sigli oftar á milli lands og Eyja en ráðgert er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×