Innlent

Launhált í Reykjavík í morgun

Biðraðir mynduðust um tíma í morgun á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Reykjavík vegna hálkuslysa. Að sögn vakthafandi læknis var það að megninu til fólk "á besta aldri" á leið til vinnu og í skóla sem sem áttaði sig ekki á hversu launhált var. Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, vaktahafandi læknis á slysadeildinni, lýsti fólk því gjarnan þannig að það hafi "bara flogið" ýmist aftur á bak eða áfram vegna hálkunnar. Hún segir um 30 manns hafa leitað til slysadeildarinnar í morgun og að um 90 prósent þeirra hafi dottið í hálkunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×