Innlent

Mest tekið af amfetamíni

46 fíkniefnamál komu upp á Akureyri um verslunarmannahelgina og 43 í Vestmannaeyjum. Á báðum stöðum fundust þrjár tegundir fíkniefna, amfetamín, e-töflur og hass. Um 100 grömm af amfetamíni fundust í Vestmannaeyjum. Einn maður var tekinn með hátt í 40 grömm af amfetamíni sem talið er að ætluð hafi verið til sölu. Þá voru tveir aðrir teknir með nokkuð magn af amfetamíni, annar með 14 grömm en hinn með tólf grömm. Rúm þrjátíu grömm af amfetamíni sem fundust einnig voru í minni skömmtum. Tveir menn voru teknir með samtals tólf e-töflur og tveir með eina töflu hvor. Þá voru tekin tíu grömm af hassi allt í litlum skömmtum. Á Akureyri voru fjórir menn teknir með um 40 til 50 grömm af amfetamíni, nokkuð af hassi og e-töflum. Frekari upplýsingar um magn fíkniefna sem tekin voru á Akureyri um verslunarmannahelgina voru ekki tilbúnar. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir mikla áherslu lagða á fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgar. Ríkislögreglustjóri hafi lagt til mannafla á stærstu staðina til fíkniefnaeftirlits sem skýri mikið til hversu mörg mál komu upp um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×