Innlent

Fiskidagurinn mikli á Dalvík í dag

Fiskidagurinn mikli er haldinn með pompi og pragt á Dalvík í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Dalvíkingar halda þennan dag á hafnarsvæðinu. Júlíus Júlíusson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hann segir að allt gangi eins og í fallegu ævintýri, logn og sól sé á Dalvík í dag og allir séu glaðir. Hátíðin byrjaði klukkan ellefu og stendur til fimm síðdegis. Boðið er upp á margvíslega fiskrétti á veitingastöðum um allan bæ. Þá er daskrá á sviði þar sem spiluð er alls konar tónlist og sigling verður um fjörðinn. Júlíus segir straum fólks liggja inn í bæinn en hann býst við rúmlega 20 þúsund gestum á hátíðina í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×