Innlent

Stunginn í Hafnarstræti

19 ára piltur var stunginn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Meiðsli hans voru ekki talin það alvarleg að ástæða þætti til að leggja hann inn. Lögregla handtók árásarmanninn. Hann er á fertugsaldri. Hann var ekki skýrsluhæfur í nótt og gisti því í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. Ekki er vitað um aðdraganda árásarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×