Innlent

Náðu 5. sæti á alþjóðlegu móti

Íslendingar hafa vakið á sér athygli erlendis fyrir frábæra frammistöðu í óhefðbundinni íþróttagrein, litbolta, sem vex þó fiskur um hrygg. Leikurinn felst í því að skjóta kúlum með málningu í andstæðingana og verða fyrri til að ná fána og koma honum í vígi mótherjanna. Enok Jón Kjartansson er fyrirliði litboltaliðs héðan sem tekið hefur þátt í alþjóðlegu litboltamóti skammt utan við London þar sem 160 lið öttu kappi.Enok segir að liðinu, sem samanstendur af átta mönnum, hafi gengið vonum framar í mótinu og náð fimmta sæti. Þrátt fyrir það hafi aðeins eitt lið verið með fleiri stig en þeir en vegna þess að keppt er í riðlum í úrslitunum, og stigahæsta liðið hafi verið með íslenska liðinu í riðli, þá hafi þeir „aðeins“ lent í fimmta sæti.   Enok Jón Kjartansson segir að litboltaíþróttin sé orðin vinsælli en snjóbrettaiðkun úti í löndum þótt hún eigi enn eftir að slá í gegn á Íslandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Enok úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×