Menn eiga að hlýða lögum 17. nóvember 2004 00:01 Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kennara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Einnig getur komið til brottvikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnarinnar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verkfallið hafi verið bannað og kennarar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. "Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lögunum. Menn eiga að hlýða lögunum. Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn brjóti svona lög," segir Sigurður. "Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfærandi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kennara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Einnig getur komið til brottvikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnarinnar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verkfallið hafi verið bannað og kennarar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. "Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lögunum. Menn eiga að hlýða lögunum. Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn brjóti svona lög," segir Sigurður. "Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfærandi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira