Innlent

Litrík indversk list

Þrír af þekktustu myndlistamönnum Indlands eru staddir hér á landi. Óvenjumikil litagleði ríkir í verkum þeirra sem þeir skýra með því að landið sjálft sé fullt af litum og andstæðum, bæði í landslagi og menningu. Listamennirnir þrír, Hema Joshi, Prafflulla Dahanukar og Suhas Bahulkar, eru öll mikilsmetin í heimalandi sínu. Þau hafa undanfarið sýnt verk sín í Ketilhúsinu á vegum listasumars Akureyrar, en brugðu sér í Norræna húsið í dag á vegum ferðaskrifstofunnar Emblu. Verk þeirra eru mjög ólík, konurnar tvær mála abstrakt myndir, en myndir Suhas Bahulkar eru raunsærri og fjalla um indverskrar hefðir og menningu. Allir listamennirnir nota sterka liti í myndum sínum, og það á sér skýringu í fjölbreytileika landsins, að mati Bahulkars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×