Gljúfrasteinn opnaður brátt 10. ágúst 2004 00:01 Framkvæmdum við safn Halldórs Laxness að Gljúfrasteini er að mestu lokið og verður það opnað fyrir gestum 4. september. Aðstandendur safnsins hafa metnaðarfullar hugmyndir um framtíð þess. Orðið lifandi minning átti vel við þegar Gljúfrasteinn var heimsóttur í dag, á þessum dýrðardegi þegar börn og ferfætlingar léku sér í Köldukvísl og sólin skein inn um glugga hússins. Húsið var reist á sex mánuðum árið 1945 og hafði Auður Laxness umsjón með byggingu þess. Heimili Nóbelsskáldsins hefur fyrir löngu skipað sér sérstakan sess í hugum landsmanna. Margir Íslendingar minnast þess meðal annars að hafa ekið hægt framhjá húsinu í sunnudagsbíltúrnum á Þingvelli og velt því fyrir sér hvort skáldið væri heima, svipast um eftir Jagúarbifreið hans í heimreiðinni og velt vöngum yfir því hvað hann væri að skapa þá stundina. Fyrir rúmum tveimur árum komst húsið í eigu íslenska ríkisins en fjölskylda Halldórs gaf þjóðinni allt innbú, þar á meðal listaverk, bækur og skjöl. Framkvæmdir hafa miðað að því að viðhalda því andrúmslofti sem Halldór og Auður sköpuðu á heimili sínu. Gestir safnsins fá leiðsögn Auðar um húsið í gegnum hljóðupptöku en á henni verður einnig leiklestur, rödd Halldórs Laxness, tónar úr flyglinum í stofunni og fleira. Má segja að það eina sem vanti fyrir utan fólkið sjálft sé vindlalyktin úr horninu. Alla tíð var afar gestkvæmt hjá þeim hjónum og verður leitast við að halda í þann anda, til að mynda með því að halda minniháttar uppákomur í stofunni. Þórarinn Eldjárn, formaður stjórnar Gljúfrasteins, segir nægja að minna á að í stofunni hafi verið mikið um tónleika, meðal annars með mörgum af frægustu tónlistarmönnum heimsins. Hann segir að allt upp í sjötíu manns hafi verið viðstaddir þessa tónleika. Draumurinn er að á Gljúfrasteini megi varðveita minningu skáldsins með lifandi hætti en eftir á að koma í ljós hvort húsnæðið dugar til eða hvort byggja þurfi sérstaka miðstöð til þess að taka á móti gestum. Endurbætur á húsinu hafa kostað um sextíu milljónir króna en stjórn safnsins segir velvild og tilhlökkun hafa einkennt alla þá sem tóku þátt í verkinu. Ekki fleiri en tuttugu gestir geta skoðað heimilið í einu og er miðað við að hver heimsókn taki hálfa klukkustund. Tekið verður á móti gestum í bílskúrnum þar sem hægt verður að skoða nýja margmiðlunarsýningu auk þess sem gestir geta skoðað sig um í fallegu umhverfis hússins. Fáist frekara húsnæði í nágrenninu er stefnt að því að flytja mótttökuna þangað og skapa þar rými fyrir sýningar af ýmsu tagi. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Framkvæmdum við safn Halldórs Laxness að Gljúfrasteini er að mestu lokið og verður það opnað fyrir gestum 4. september. Aðstandendur safnsins hafa metnaðarfullar hugmyndir um framtíð þess. Orðið lifandi minning átti vel við þegar Gljúfrasteinn var heimsóttur í dag, á þessum dýrðardegi þegar börn og ferfætlingar léku sér í Köldukvísl og sólin skein inn um glugga hússins. Húsið var reist á sex mánuðum árið 1945 og hafði Auður Laxness umsjón með byggingu þess. Heimili Nóbelsskáldsins hefur fyrir löngu skipað sér sérstakan sess í hugum landsmanna. Margir Íslendingar minnast þess meðal annars að hafa ekið hægt framhjá húsinu í sunnudagsbíltúrnum á Þingvelli og velt því fyrir sér hvort skáldið væri heima, svipast um eftir Jagúarbifreið hans í heimreiðinni og velt vöngum yfir því hvað hann væri að skapa þá stundina. Fyrir rúmum tveimur árum komst húsið í eigu íslenska ríkisins en fjölskylda Halldórs gaf þjóðinni allt innbú, þar á meðal listaverk, bækur og skjöl. Framkvæmdir hafa miðað að því að viðhalda því andrúmslofti sem Halldór og Auður sköpuðu á heimili sínu. Gestir safnsins fá leiðsögn Auðar um húsið í gegnum hljóðupptöku en á henni verður einnig leiklestur, rödd Halldórs Laxness, tónar úr flyglinum í stofunni og fleira. Má segja að það eina sem vanti fyrir utan fólkið sjálft sé vindlalyktin úr horninu. Alla tíð var afar gestkvæmt hjá þeim hjónum og verður leitast við að halda í þann anda, til að mynda með því að halda minniháttar uppákomur í stofunni. Þórarinn Eldjárn, formaður stjórnar Gljúfrasteins, segir nægja að minna á að í stofunni hafi verið mikið um tónleika, meðal annars með mörgum af frægustu tónlistarmönnum heimsins. Hann segir að allt upp í sjötíu manns hafi verið viðstaddir þessa tónleika. Draumurinn er að á Gljúfrasteini megi varðveita minningu skáldsins með lifandi hætti en eftir á að koma í ljós hvort húsnæðið dugar til eða hvort byggja þurfi sérstaka miðstöð til þess að taka á móti gestum. Endurbætur á húsinu hafa kostað um sextíu milljónir króna en stjórn safnsins segir velvild og tilhlökkun hafa einkennt alla þá sem tóku þátt í verkinu. Ekki fleiri en tuttugu gestir geta skoðað heimilið í einu og er miðað við að hver heimsókn taki hálfa klukkustund. Tekið verður á móti gestum í bílskúrnum þar sem hægt verður að skoða nýja margmiðlunarsýningu auk þess sem gestir geta skoðað sig um í fallegu umhverfis hússins. Fáist frekara húsnæði í nágrenninu er stefnt að því að flytja mótttökuna þangað og skapa þar rými fyrir sýningar af ýmsu tagi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira