Innlent

Kvenkyns forstjórar á lægri launum

Þótt meira en helmingi fleiri konur hafi unnið sem forstjórar í fyrra en árið 2000 hafa þær langtum lægri laun en karlkyns kollegar þeirra. Þetta kemur fram í samantekt úr tölum Tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Það er Bryndís Ísold Hlöðversdóttir sem lagst hefur yfir tölur um fjölda og laun forstjóra sem birtar hafa verið í Tekjublaðinu frá árinu 2000. Í ljós kemur að konum í forstjórastól hefur fjölgað úr tíu í tuttugu og fjóra. Tæp níu prósent forstjóra eru því kvenkyns. Þegar litið er til launa þessarra kvenna komast þau ekki í hálfkvist á við laun karlkyns forstjóra. Engin kvennanna var með mánaðarlaun yfir fimm milljónum á síðasta ári, en þrír karlar fengu þau laun. Ein kona var með yfir tvær milljónir í laun, karlarnir voru sjö. Sextíu og fimm karlkyns forstjórar voru með laun á bilinu ein til tvær milljónir króna, engin kona. Fjórar þeirra voru með laun á bilinu 500 þúsund til ein milljón, 120 karlar. Bryndís Ísold segir áhugaverðast við launatölurnar að aðeins fimm konur eru með yfir 500 þúsund krónur í mánaðarlaun. Það er lítill fjöldi og sýnir ásamt fleiru að konurnar fylgi ekki launaþróuninni líkt og karlarnir. Samkvæmt útreikningum Bryndísar kemur í ljós að kvenkyns starfsmönnum hjá fjármálastofnunum hefur fjölgað. Laun þeirra virðast fylgja launum karlanna. Tölfræðin gefur þó til kynna að fæstar verði þær forstjórar. Það þykir Bryndísi svolítið skrítið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×