Innlent

Góðri grásleppuvertíð lokið

Einni bestu grásleppuvertíð til þessa er lokið og varð aflinn 11.500 tunnur samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. Aðeins á vertíðinni í fyrra og vertíðinni fyrir sjö árum varð aflinn heldur meiri. Veitt var á átta veiðisvæðum í níutíu daga á hverju svæði. Meðalverð fyrir hverja tunnu af söltuðum hrognum var 72 þúsund krónur og hélst verðið út alla vertíðina en oft hefur það lækkað verulega þegar á hana hefur liðið. Aflaverðmætið er því vel yfir átta hundruð milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×