Norsku krónprinshjónin í Garðabæ 29. júní 2004 00:01 Það var glatt á hjalla í Garðabæ í dag þegar norsku krónprinshjónin fengu í fyrsta skipti tækifæri til þess að komast út á meðal fólks. Gríðarleg stemning var í Garðatorgi þar sem stór hópur barna beið í eftirvæntingu eftir hinum tignu gestum og ætlaði sér að syngja fyrir þá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff komu með krónprinshjónunum í Garðatorg þar sem beið þeirra fjölmenni. Dorrit og Mette-Marit voru afhent blóm en við lá að feimnin yfirbugaði sumt yngsta fólkið. Gestirnir skoðuðu myndasýningu eftir börn í Garðabæ þar sem þau settu fram sínar hugmyndir um konungdæmi og kóngafólk. Svo sungu börnin Öxar við ána fyrir gestina og forsetinn tók undir með þeim. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, bauð gestina velkomna og síðan opnaði Hákon krónprins norska keramiksýningu í Garðatorgi. Að því loknu gengu gestirnir yfir að Hofsstöðum þar sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur leiddi þá um minjar frá fyrstu byggð manna á Íslandi. Á Hofsstöðum stóð óvenjulega reisulegur skáli í fornöld sem fannst fyrir tilviljun við jarðrask vegna byggingar leikskóla. Landnámsmennirnir þar hafa væntanlega verið frá Noregi og krónprinshjónin höfðu því eðlilega mikinn áhuga á staðnum. Talið er að skálinn hafi verið í notkun frá landnámi fram á tólftu öld. Þar hefur meðal annars fundist forkunarfögur bronsnæla en samskonar næla fannst við fornleifauppgröft í Noregi. Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Það var glatt á hjalla í Garðabæ í dag þegar norsku krónprinshjónin fengu í fyrsta skipti tækifæri til þess að komast út á meðal fólks. Gríðarleg stemning var í Garðatorgi þar sem stór hópur barna beið í eftirvæntingu eftir hinum tignu gestum og ætlaði sér að syngja fyrir þá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff komu með krónprinshjónunum í Garðatorg þar sem beið þeirra fjölmenni. Dorrit og Mette-Marit voru afhent blóm en við lá að feimnin yfirbugaði sumt yngsta fólkið. Gestirnir skoðuðu myndasýningu eftir börn í Garðabæ þar sem þau settu fram sínar hugmyndir um konungdæmi og kóngafólk. Svo sungu börnin Öxar við ána fyrir gestina og forsetinn tók undir með þeim. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, bauð gestina velkomna og síðan opnaði Hákon krónprins norska keramiksýningu í Garðatorgi. Að því loknu gengu gestirnir yfir að Hofsstöðum þar sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur leiddi þá um minjar frá fyrstu byggð manna á Íslandi. Á Hofsstöðum stóð óvenjulega reisulegur skáli í fornöld sem fannst fyrir tilviljun við jarðrask vegna byggingar leikskóla. Landnámsmennirnir þar hafa væntanlega verið frá Noregi og krónprinshjónin höfðu því eðlilega mikinn áhuga á staðnum. Talið er að skálinn hafi verið í notkun frá landnámi fram á tólftu öld. Þar hefur meðal annars fundist forkunarfögur bronsnæla en samskonar næla fannst við fornleifauppgröft í Noregi.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira