17 prósenta kynbundinn launamunur 20. október 2004 00:01 Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur, samkvæmt könnun sem Hagrannsóknarstofnun samtaka launafólks í almannaþjónustu (HASLA) lét gera á starfskjörum félaga í aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasambands Íslands (KÍ). Munurinn er skýrður með aukagreiðslum sem karlar fá frekar en konur. Sé eingöngu horft til fastra mánaðarlauna er kynbundinn launamunur 7 prósent, en í tölunum er búið að leiðrétta fyrir vinnutíma, menntun, aldur og starf, þannig að horft er til fólks með sömu menntun við sambærileg störf. Án slíkrar leiðréttingar væru föst laun karla 10 prósentum hærri en kvenna og heildarlaunin 28 prósentum hærri. Að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Félagsvísindastofnunar Háskólans, sem ásamt Heiði Hrund Halldórsdóttur vann skýrsluna, er kynbundni launamunurinn sem þarna kemur fram sambærilegur við launamun sem fram hefur komið í launakönnunum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í máli aðstandenda könnunarinnar kom fram að þótt lesa mætti út úr henni upplýsingar um viðhorf starfsfólks og launamun kynjanna, væru meðallaunatölur sem í henni koma fram of háar vegna þess að yngra fólk og launalægra í félögunum hafi látið hjá líða að svara könnuninni sem var póstkönnun. Rúmlega 50 prósent svöruðu könnuninni sem gerð var í vor, 75 prósent konur og 25 prósent karlar. Kynjahlutfallið endurspeglar kynjasamsetninguna í félögunum þremur. Spurt var um fjölda atriða í könnuninni, meðal annars um viðhorf til launaleyndar, en 65 prósent svarenda telur hana skaða kjör launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir áhyggjuefni sem kemur fram að fimmtungur forstjóra opinberra fyrirtækja og stofnana krefjist launaleyndar. "Þessi þróun virðist færast í aukana, líkt og á almennum vinnumarkaði, en launaleynd þarf að uppræta," segir hann. Um leið taldi Ögmundur ánægjuefni hversu margir nýttu sér tækifæri til símenntunar, eða um 77 prósent. Af þeim sögðu þó 92 prósent að símenntunin hefði ekki skilað sér í hærri launum. Ögmundur áréttaði að símenntun væri eftirsóknarverð í sjálfu sér og taldi varhugavert að tengja hana beint við laun, en Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, taldi eðlilegt að fólk hefði væntingar til þess að fá hærri laun eftir því sem hæfni þess sem starfskraftur yrði meiri.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira