Áttu ekki að yfirgefa flugvöllinn 26. október 2004 00:01 Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður friðargæsluliðsins í Kabúl, segir að hann hafi verið að sækja teppi í verslun í borginni þegar ráðist var á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl á laugardag. Engu að síður höfðu vestræn sendiráð, öryggissérfræðingar og hjálparstofnanir bent á að líklegt væri að hryðjuverkamenn réðust til atlögu á Chicken Street, þar sem ráðist var á Íslendingana. Höfðu sendiráð og samtök hvatt starfsmenn sína til að halda sig fjarri þessari götu að því er segir í fréttaskeyti Agence France Presse um málið. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði aðspurður eftir ríkisstjórnarfund á mánudag að friðargæsluliðarnir ættu fyrst og fremst að vera inni á flugvellinum sem þeir reka. Þó væri ekki hægt að koma í veg fyrir öll ferðalög. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri friðargæslunnar, sagði í blaðaviðtali í vor, eftir að norskur hermaður var myrtur í Kabúl, að íslensku friðargæsluliðarnir færu ekki út af vallarsvæðinu nema brýna nauðsyn bæri til. Þeir voru hins vegar í einkaerindum þegar þeir urðu fyrir sjálfsvígsárásinni á laugardag. Engar öryggisreglur voru þó brotnar með ferðinni að sögn Hallgríms. Íslendingarnir voru inni í versluninni þegar tilræðismaðurinn gekk að bifreið þeirra og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Hann auk bandarískrar konu og afgansks barns sem voru á götunni létust. Íslendingarnir yfirgáfu staðinn samstundis og gátu ekki gefið sér tíma til að hlúa að særðum vegna hættu á frekari árásum. Þeir voru fullvopnaðir en beittu vopnunum ekki þar sem árásin tók skjótt af. Þeir báru bæði vélbyssur og skammbyssur. Halldór Ásgrímsson vísaði því á bug að gefið hefði verið í skyn að starf Íslendinganna væri hættulítið. "Það hefur aldrei verið gefið í skyn að menn séu ekki í hættu," segir Halldór. "Þess vegna eru menn með vopn, hjálma og í skotheldum vestum." Arnór Sigurjónsson sagði þegar Íslendingar tóku við Kabúlflugvelli að þeir væru nokkuð öruggir, en þó væri alltaf erfitt að sjá hættuna nákvæmlega fyrir eins og erfitt er að sjá fyrir bílslys í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður friðargæsluliðsins í Kabúl, segir að hann hafi verið að sækja teppi í verslun í borginni þegar ráðist var á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl á laugardag. Engu að síður höfðu vestræn sendiráð, öryggissérfræðingar og hjálparstofnanir bent á að líklegt væri að hryðjuverkamenn réðust til atlögu á Chicken Street, þar sem ráðist var á Íslendingana. Höfðu sendiráð og samtök hvatt starfsmenn sína til að halda sig fjarri þessari götu að því er segir í fréttaskeyti Agence France Presse um málið. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði aðspurður eftir ríkisstjórnarfund á mánudag að friðargæsluliðarnir ættu fyrst og fremst að vera inni á flugvellinum sem þeir reka. Þó væri ekki hægt að koma í veg fyrir öll ferðalög. Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri friðargæslunnar, sagði í blaðaviðtali í vor, eftir að norskur hermaður var myrtur í Kabúl, að íslensku friðargæsluliðarnir færu ekki út af vallarsvæðinu nema brýna nauðsyn bæri til. Þeir voru hins vegar í einkaerindum þegar þeir urðu fyrir sjálfsvígsárásinni á laugardag. Engar öryggisreglur voru þó brotnar með ferðinni að sögn Hallgríms. Íslendingarnir voru inni í versluninni þegar tilræðismaðurinn gekk að bifreið þeirra og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Hann auk bandarískrar konu og afgansks barns sem voru á götunni létust. Íslendingarnir yfirgáfu staðinn samstundis og gátu ekki gefið sér tíma til að hlúa að særðum vegna hættu á frekari árásum. Þeir voru fullvopnaðir en beittu vopnunum ekki þar sem árásin tók skjótt af. Þeir báru bæði vélbyssur og skammbyssur. Halldór Ásgrímsson vísaði því á bug að gefið hefði verið í skyn að starf Íslendinganna væri hættulítið. "Það hefur aldrei verið gefið í skyn að menn séu ekki í hættu," segir Halldór. "Þess vegna eru menn með vopn, hjálma og í skotheldum vestum." Arnór Sigurjónsson sagði þegar Íslendingar tóku við Kabúlflugvelli að þeir væru nokkuð öruggir, en þó væri alltaf erfitt að sjá hættuna nákvæmlega fyrir eins og erfitt er að sjá fyrir bílslys í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira