Geðsjúkur fangi í einangrun 27. október 2004 00:01 Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira