Aðför að stéttarfélögum landsins 21. september 2004 00:01 Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira