Innlent

Ók í sjóinn

Karlmaður á þrítugsaldri ók bíl sínum út í sjó við Akureyri í nótt. Ökumaðurinn ók norður eftir Eyjafjarðarbraut eystri en þegar hann kom að svokölluðum t-gatnamótum beygði hann hvorki til hægri né vinstri, heldur ók beinustu leið í sjóinn. Maðurinn komst út úr bílnum af sjálfsdáðum. Hann var fluttur á sjúkrahús en reyndist einungis kaldur eftir volkið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Kópavogi þar sem efni til einkanota var gert upptækt. Þá var einn maður tekinn fyrir ölvunarakstur í Kópavogi í nótt. Að öðru leyti var nóttin með rólegasta móti hjá lögreglu um allt land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×