Innlent

Eldur í sjónvarpi

Eldur kviknaði í sjónvarpstæki í herbergi í húsi við Dalshraun 13 í Hafnarfirði um klukkan þrjú í fyrrinótt. Tveir einstaklingar voru í herberginu sem eldurinn kom upp í og gerðu þeir lögreglu viðvart. Enginn reyndist vera í hættu vegna eldsins en níu manns leigja og búa í herbergjum í húsinu sem annars er iðnaðarhúsnæði. Talsverðar skemmdir urðu í herberginu sem eldurinn kom upp í og urðu einhverjar skemmdir sökum reyks og sóts annars staðar í húsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×