Innlent

Fækkun banaslysa í fyrra

Árið 2003 fórust 23 vegfarendur í umferðarslysum á Íslandi en það eru sex færri en árið 2002. Flestir þeirra sem fórust í banaslysum á síðasta ári voru 65 ára og eldri samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Af einstökum ábendingum má nefna að nefndin telur brýnt að komið verði upp æfingasvæði fyrir unga ökumenn, að skoðað verði að koma á fót leiðbeinandi hraða og merkja sérstaklega erfiða vegarkafla í þjóðvegakerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×