Mannlífi spáð langlífi 4. júlí 2004 00:01 Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum. Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum.
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira